Mjólk er góð

Lífið hjá okkur litla kút hefur hingað til bara snúist um mjólk, ég fer bráðum að segja „muu“. Mjólkin hefur verið mjög sein í gang og ekki komið nóg ennþá þó allt stefni í rétta átt. Þessi seinagangur orsakast líklegast af því að ég hef engan skjaldkirtil en það á þó ekki að koma í veg fyrir að ég mjólki nóg, bara að allt gerist frekar hægt. Litli kútur var orðinn heldur gulur á fimmtudaginn svo það hefur þurft að grípa til mjólkurblöndu og greyið miskunnarlaust vakinn á þriggja tíma fresti til að fá brjóst og ábót á eftir. Þessi rútína hefur reynt svolítið á foreldrana líka :-). Nú er guli liturinn orðinn mun minni og við getum slakað á með mjólkurblönduna og vonandi örvast þá brjóstin betur. Fyrir utan þessi gulu mál er drengurinn hraustur og sæll og var útskrifaður úr fimm daga skoðun á föstudag með stæl.