Flutningar og útskrift

Það hefur mikið gengið á síðustu daga. Anna amma og Binni afi komu í heimsókn og voru með okkur í viku hér á Kapelluhæð að taka úr kössum, skipta um þurrkaratengi, elda, hengja upp myndir og kaupa með okkur húsgögn og eldhústæki svo sitt hvað sé nefnt. Börnin eru bæði byrjuð í skóla, Anna Laufey í Phillips Middle School og Tómas í Raskhis Elementary School. Skólarnir eru báðir í nokkurri fjarlægð og er planið að börnin taki skólabíl á morgnanna, Tómas kl. 7:12 og Anna kl. 7:45. Halda áfram að lesa: Flutningar og útskrift

Flutningar

Það hefur ekki verið skrifað mikið hér á hrafnar.net í sumar, þó ýmislegt hafi gengið á. Ég og börnin vorum á Íslandi í allt sumar, þar sem ég vann í Vatnaskógi og börnin fóru víða og hittu marga ættingja. Á meðan lauk Jenný doktorsverkefninu sínu við The Ohio State University og er núna með réttu kölluð Dr. Jenný í öllum samræðum (eða alla vega sumum). Halda áfram að lesa: Flutningar

Lokaleikurinn með Grænu drekunum

Tómas lék sinn síðasta leik með Grænu drekunum í morgun. Þeir spiluðu við ljósbláa liðið í annað sinn á tímabilinu og að þessu sinni var leikurinn jafnari en síðast. Tómas spilaði með B-liðinu sem tapaði með tveggja marka mun 4-2, en síðast þegar liðin spiluðu hætti ég að telja þegar munurinn var orðin sjö mörk.

Haustið og framtíðin

Nú er fjölskyldan í Bexleybæ loksins búin að teikna upp næstu skref og ganga frá fjölmörgum lausum endum varðandi verkefni næstu ára. Eins og margir vita hefur Jenný fengið Post Doc stöðu til tveggja ára í Norður-Karólínufylki hjá Duke University og SAMSI sem er rannsóknarstofnun rekin í samvinnu nokkurra háskóla í Norður-Karólínu. Þar gefst henni frábært tækifæri til að vinna með sumum af fremstu sérfræðingum heims á sínu sviði. Svæðið þar sem SAMSI er til húsa er kallað rannsóknarþríhyrningurinn (Research Triangle Park) en þríhyrningur markast af NC State University í Raleigh, University of North Carolina í Chapel Hill og Duke University í Durham. Allar þessar þrjár borgir renna saman og í miðju svæðisins er hinn áðurnefndi Research Triangle Park. Halda áfram að lesa: Haustið og framtíðin

Fjör í fótbolta

Tómas og félagar í Grænu drekunum spiluðu að þessu sinni við ljósbláa liðið sem einhver sagði að kölluðu sig hvirfilbylina (ég er þó ekki alveg viss á því). Tómas spilaði að þessu sinni á B-vellinum og stóð sig með mikilli prýði.

Völlurinn var reyndar illa eða lítið sleginn og mjög mjúkur eftir rigningarnar, þannig að boltinn rúllaði fremur lítið, en baráttan var þeim mun meiri. Tómas skoraði fyrsta mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Bekku, sem sendi boltann inn fyrir vörn ljósbláa liðsins, þangað sem Tómas stóð einn og óvaldaður og átti ekki í miklum vandræðum með að koma boltanum í netið.

Eftir þetta einkenndist leikurinn af miklu miðjumoði, en Grænu drekarnir náðu þó að skora þrjú mörk til viðbótar (þar af Tómas eitt) áður en ljósbláu hvirfilbylirnir náðu að skora sitt fyrsta og eina mark. Leikurinn endaði því 4-1 fyrir Grænu drekunum og Tómas greinilega orðinn fullfrískur.

Grænu drekarnir og rigning og hugsanleg veikindi

Tómas byrjaði að spila með Grænu drekunum fyrir réttum þremur vikum. Þeim gekk ágætlega og grúppan hans Tómasar náði jafntefli (eða vann). Síðan þá hefur ekki verið hægt að spila á grasvöllum CESA vegna mikilla rigninga, en vellirnir hafa verið algjörlega á floti og leikjunum síðasta laugardag og laugardeginum fyrir tveimur vikum var frestað. Halda áfram að lesa: Grænu drekarnir og rigning og hugsanleg veikindi