Stúfur, litli kútur, snúður…

Það er illt að hafa ekki nafn. Þá er maður kallaður ýmsum bjánalegum nöfnum. Anna Laufey er orðin þreytt á nafnleysi litla bróður og lagði til í gær að við myndum bara kjósa um þetta. Hún ætlaði líka að gera kórónu handa prinsinum og það verður að vera nafn á henni svo þetta ástand er náttúrlega óþolandi.