Tómas Ingi

Eftir miklar vangaveltur og umræður fram og til baka er niðurstaðan komin. Drengurinn heitir Tómas Ingi. Nafnið er fengið með því að leita til afa í föðurætt (Guðmundur TÓMAS) og langafa í móðurætt (Ingólfur – INGI). Þessi leið var líka farin þegar valið var nafn á Önnu Laufeyju, þá reyndar til ömmu í móðurætt (ANNA Þorbjörg) og langömmu í föðurætt (LAUFEY).

One thought on “Tómas Ingi”

  1. Við þetta má bæta að þegar við áttum von á Önnu Laufeyju þá vorum við búin að ákveða að nota nafnið Tómas Ingi ef það hefði verið strákur.

Lokað er á athugasemdir.