Við fórum með Tómas Inga í 6 vikna skoðun á heilsugæslustöðina í morgun. Hann mældist 5245 gr og 59,3 cm. Hann hefur hoppað upp um eina línu á vaxtalínuritinu, en þyngd og lengd hefur þó alveg fylgst að. Hann er ennþá gulur en það hefur þó minnkað. Læknirinn kallaði þetta brjóstamjókurgulu sem á víst að vera meinlaus. En að öðru leyti er kappinn fullfrískur og stórmyndarlegur – við foreldrarnir þurftum þó ekki læknisálit til að segja okkur það :-).