Markpósturinn

SPRON vann í keppninni um markpóstinn. En fyrsta auglýsingabréfið til Tómasar Inga kom í póstinum í dag. Reyndar er bréfið stílað á Halldór Elías en þar er vakinn athygli á mikilvægi þess að börnum sé kennt að umgangast verðmæti og gildi sparnaðar strax frá fæðingu.
Nú er ég kannski svona andlega þenkjandi, en ég held að fyrst þurfum við að kenna honum að sofa á nóttinni og vaka á daginn. Síðan kannski kennum við honum að borða fasta fæðu og ef til vill hjálpa honum að skríða, jafnvel ganga áður en við förum í mikilvægi þess að spara peninga. Það er kannski munurinn á mér og Spronverjum.