Tómas Ingi var skírður í almennri guðsþjónustu í dag í Grensáskirkju að viðstöddum fjölda manns. Þá var og Arnór Gauti skírður við sömu athöfn. Það var sr. Ólafur Jóhannsson sem annaðist skírnina, en þeir Guðmundur Tómas eldri og Brynjar Bragason voru skírnarvottar, en Brynjar hélt Tómasi jafnframt undir skírn.
Að lokinni guðsþjónustunni buðum við vinum og ættingjum til samsætis í safnaðarheimili Grensáskirkju og áttum þar góðar stundir. Vinir og ættingjar stóðu sig þó vart sem skyldi í áti, enda er mikið magn af tertum, brauði og kökum á heimili okkar þessa stundina.
One thought on “Skírn Tómasar Inga”
Lokað er á athugasemdir.
Hvenær á maður að mæta í kökur?