Vegabréfsáritanir frágengnar

Nú höfum við fjölskyldan fengið grænt ljós hjá yfirvöldum í BNA um að flytja til landsins, vegabréf Tómasar, Jennýjar og Ella komu í gær, með samþykki, en vegabréfið hennar Önnu kom í dag. Nú er ekkert að vanbúnaði að hefja pökkun, sem reyndar hófst fyrir nokkrum dögum.