Líf fjölskyldunnar þessa dagana snýst um lítið annað þessa dagana. Dótið okkar fer í skip næsta föstudag og jólaundirbúningur verður bara að bíða þangað til eftir þann dag. Í þessu ferli þurfum við að hafa í huga að það er dýrt að flytja dót milli heimsálfa og að geymslupláss á Íslandi er takmarkað. Þess vegna höfum við hent mjög miklu af dóti, Elli hefur nú þegar farið 6 ferðir á Sorpu og á eftir að fara nokkrar í viðbót. Þetta hefur verið mér frekar sársaukafullt og oft hef ég þurft að anda djúpt þegar hlutir hafa horfið ofan í svart gímald ruslapokanna. Dæmi um hluti sem ég hef neyðst til henda eru glósur úr B.Sc. námi, menntaskóla og tónlistarskóla (hljómfræði og kontrapunktur), ritgerðir og listaverk úr grunnskóla, minjagripir úr Japansferð, garn, peysa sem ég prjónaði en passar mér ekki, allskyns bækur og skrautmunir. Erfiðast er þó að henda dóti sem vinir og vandamenn hafa gefið okkur í tímans rás.
Annars komu Bryndís Erla og Tómas Andri í heimsókn í gær og var það kærkomin hvíld frá þessum átökum.
One thought on “Pakka, henda, pakka”
Lokað er á athugasemdir.
Við erum með geymslupláss hér á háaloftinu, sem við notum ekkert, þar er alveg hægt að setja kassa þannig að þið vitið af því svona í lokin. Annars er ég alltaf á leiðinni út af hillunum góðu