Rétt í þessu vorum við Jenný að enda við að ganga frá síðustu kössunum á leið til BNA. Reyndar er hjólið eftir og einn kassi opinn, en við munum ljúka því á morgun. Alls eru 53 hlutir á leið í skip og verður unnið af fullum krafti við að flytja niður í sendibíl á morgun milli kl. 9:30-10:30 og affermt á bretti niður á höfn. Brúarfoss heldur svo úr landi 23. desember og er væntanlegur til Fíladelfíu 4. janúar, þaðan fer dótið síðan með vöruflutningabifreið og kemur vonandi á 2192#F East Main Street í Bexley, ekki mikið síðar en 11. janúar. Þá verðum við líka búin að notast við plastdiska og vindsængur í tvær vikur.