Nú erum við komin til Columbus, reyndar Bexley. Þessa dagana gistir fjölskyldan öll á vindsængum, við settum upp eldhúsborð áðan eftir að hafa setið við pappakassa á gólfinu í þrjár máltíðir og sturtuhengi, þannig að nú er möguleiki á að komast í sturtu eftir rúma tvo sólarhringa. Annars reynir ástandið á okkur öll. Dagurinn í dag var mikill streytudagur sem endaði á maraþonferð í Target til að kaupa eldhúsborð og stóla, tuskur og tilheyrandi ásamt tveimur forláta standlömpum. Í gær héldum við einnig til í Target og keyptum þá ryksugu, vindsængurnar, vatn í flöskum í massavís og ýmislegt fleira. Reyndar gerðumst við viðskiptavinir Cingular farsímakerfisins í gær, í dag var það TimeWarnerCable sem hóf viðskipti við okkur – en þeir koma á laugardaginn milli kl 10-12 og setja upp nettengingu og kapalsjónvarp (120+ stöðvar), Columbus Gas og rafmagnssölufyrirtækið í borginni eru einnig nýjir viðskiptafélagar okkar að ógleymdum honum Kroger, en við erum orðnir vildarvinir Kroger’s matsölurisans hér í Columbus. Framundan er uppgjör við rafmagnsfyrirtækið, að mynda tengsl við banka og komast að því hvar við hendum rusli en eftir þrjá daga erum við með óhemjumagn af umbúðum, enda er öllu pakkað inn.
6 thoughts on “Komin”
Lokað er á athugasemdir.
Gott að heyra að þið séuð komin á leiðarenda og að allt hafi gengið vel. Hlökkum til að heyra meira og vonum að allt gangi vel.
Þetta er ævintýri. Guð blessi ykkur og gangi ykkur vel! Gott að vita af ykkur á áfangastað.
Gaman að heyra af ykkur. Gangi ykkur vel við að koma ykkur fyrir á nýjum stað. Hlakka til að sjá myndir.
Velkominn í ríki Bush, gott að allt gekki til hamingju með nýja ryksugu, 120 stöðvar og allt hitt dótið, kv. Á
Sæl elskurnar og gott að sjá að allt hefur gengið vel þrátt fyrir þreytuna. Vonanadi fáið þið rúm sem fyrst því góð næturhvíld getur gert kraftaverk. Allt er að komast í fastar skorður hjá okkur og ég er mætt í vinnuna til að fara yfir próf. En ég reikna með að taka mér frí á morgun og 2. janúar. Jólaballið í RTS er í kvöld og jólasveinar koma úr Skagfirsku svo ég ætla að mæta og fylgjast með. Ég veit ekkert hvort ég er að fylla út réttan dálk svo ég læt þetta gott heita í bili. Bestu kveðjur til ykkar allra. Anna
Gott að heyra að þið séuð komin heilu á höldnu á áfangastað og heimilið smátt og smátt að taka á sig mynd. Gangi ykkur vel í nýja landinun.
Kveðja
Gísli og Guðbjörg
p.s. þetta er skrifað á nýja MacMini-inn okkar 🙂