Anna Laufey átti 7 ára afmæli í gær. Við héldum reyndar upp á afmælið saman með því að fara í dýragarðinn á sunnudag. Í gærmorgun fórum við Anna svo í skólann með „cupcakes“ handa bekknum og kennurunum hennar Önnu. Ég og Tómas vorum að koma okkur fyrir á bak við Önnu þegar hún sneri sér við og sagði að ég skyldi bara fara heim. Hún gæti verið alein í skólanum, þrátt fyrir að kunna ekki ensku.
Aðlögunin við Cassingham Elementary tók þannig mun skemmri tíma en ég átti von á. Mikilvægur þáttur í því hversu vel hefur gengið er að Kirtley-fjölskyldan, foreldrar Addie í bekknum hennar Önnu, buðu okkur í mat á laugardagskvöldið og Anna og Addie léku sér saman í næstum 4 tíma án nokkurra vandræða. Þessi yndislega heimsókn hjálpaði þannig Önnu til að öðlast það öryggi sem þurfti til að vera ein í skólanum.
3 thoughts on “Sendur heim úr 6 ára bekk”
Lokað er á athugasemdir.
Anna Laufey er náttúrulega alveg sérstaklega dugleg stúlka (eins og frænkan).
Hvenær fáum við að sjá myndir??
Hæ Jenný!!!
Mikið er veraldarvefurinn skemmtilegur!!! Fann þessa síðu í gegnum Dísu og var aldeilis glöð að finna Jenný sem ég er ekki búin að sjá í milljón ár… Gaman að geta fylgst með því sem þið eruð að bralla.
Bestu kveðjur til þín og þinna,
Krissa úr stæinu
Sæl og blessuð
gaman að skoða þetta, góðir pistlarnir þínir Elli mættu vera fleirri.
kveðja, Fríður