Erla Guðrún í sjónvarpinu mínu

Fyrir nokkrum mínútum kom fjölkerfa DVD-spilarinn með NTSC PAL breytinum í hús hér í Bexley, en í ljós kom fljótlega eftir að dótið okkar kom að Toshiba spilarinn sem ég vann í Bingó-i í Vatnaskógi var ekki með slíkum breyti.
Til að prófa tengingar og nýja fína spilarann ákvað ég að setja Erlu Guðrúnu og leikskólakrakkana í spilarann.
Nú erum við félagarnir Elli og Tómas í einkasunnudagaskóla hjá Erlu og brúðubandinu. Tómas entist reyndar varla nema í eitt lag, þá var leikskjaldbakan sem Anna Laufey átti orðin meira spennandi.

2 thoughts on “Erla Guðrún í sjónvarpinu mínu”

Lokað er á athugasemdir.