Byssuæði

Ég hef oft heyrt að BNA-búar séu byssubrjálaðir, en fyrstu vikurnar hér hafa svo sem ekki bent til þess. Reyndar var í fréttum í gær að byssubrjálæðingur hefði skotið löggu niður við Eastland Mall og síðan sér maður víða byssubannsmiða, t.d. á opinberum byggingum. En það er einmitt það byssubann.
En í dag var mér verulega brugðið. Með Columbus dispatch nú í morgun var auglýsingabæklingur frá Buckeye Outdoors. Nú veit ég að ég get fengið notaða 9mm Glock á $399 og Smith&Wesson Model 629 Classic 44 Magnum kostar $569.99. Það er e.t.v. skiljanlegt að auglýsa skammbyssur sem fólk getur notað til að verja sig, fyrst menningin er á þá leið en mér var samt brugðið. En á bls 3 í byssubæklingnum var síðan það sem gerði útslagið. Það er sem sagt hægt að kaupa sér AK-47 hríðskotabyssu í Buckeye Outdoors. Verðið er meira að segja ásættanlegt eða $399.99.

One thought on “Byssuæði”

  1. Við skutum nú af byssum í henni Ameríkunni, og í því ferli sannfærðist ég enn frekar um hversu fáránleg þessi byssumenning er, það kallar á meiri skilríki að kaupa bjór en byssu í Flórída

Lokað er á athugasemdir.