Tómas Ingi rúllar

Tómas Ingi getur nú velt sér (rúllað) af maganum á bakið. Þegar móðir hans leggur hann á magann til að þjálfa bakvöðvana líður yfirleitt ekki á löngu þar til guttinn er kominn á bakið.

Hann getur líka lyft upp fótunum þegar hann liggur á bakinu og notar þá til að velta sér af bakinu á hliðina. Hann hefur þó ekki komist alla leið yfir á magann ennþá, en er á fleygiferð útum allt leikteppi að skoða allt dótið sitt og sniðugu skrjáf-sneplana á teppinu.

One thought on “Tómas Ingi rúllar”

  1. Anna Laufey sá hann í dag fara af bakinu á magann. Ég get staðfest að það gerðist. Það olli hins vegar ekki mikilli ánægju hjá Tómasi.

Lokað er á athugasemdir.