Það sem allir biðu eftir

Eftir aðeins 48 daga hér í BNA gerðist það sem við höfum beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Reyndar átti ég von á að það myndi ekki gerast svo snemma, en svona er að eiga bráðgert barn.
Þar sem við vorum í bíltúr í dag, var Jenný að tala og sagði í mesta sakleysi, Saturday, með sínum hreina og fína íslenska framburði. Hún hafði ekki sleppt orðinu þegar Anna Laufey sagði: Mamma, maður segir ekki saturdey, heldur sa-(dr)-udey.