1311
Undanfarið höfum við haft smá áhyggjur af því hvort Tómas Ingi fái nóg að borða. Þannig klárar hann allt sem sett er í pelann hans og stundum virðist hann vilja meira en mamma hans getur boðið. Af þeim sökum ákváðum við að bjóða honum barnagraut í kvöld, nú þegar hann er rétt tæpra 5 mánaða. Við ákváðum að fylgja leiðbeiningunum í manualnum sem pabbi og mamma gáfu okkur með Önnu Laufeyju, bókinni Barnið okkar. Þar er gert ráð fyrir að það að venja barn á fasta fæðu sé langt ferli og mikilvægt að gefa því tíma. Barnið þurfi fyrst að fá að smakka og venjast við þetta skrítna fæði. Við mölluðum smábarnagraut og settum smásmakk fremst á Gerber-smábarnaskeið sem við keyptum í dag í Target, reyndar í six-pack.
Tómas Ingi var ekki lengi að bregðast við og borðaði grautinn í skeiðinni af bestu lyst um leið og hann reyndi að ná taki á skálinni og fá sér meira. Við ákváðum að bjóða honum aðra skeið og brjóta þannig á leiðbeiningum bókarinnar. Eftir fjórar skeiðar sagði Jenný svo ekki meira og gaf honum að drekka. Tómasi virðist ekki hafa orðið meint af ofátinu og spurning hvort að varkárni bókarinnar eigi ekki við Tómas, enda hann með stærri börnum.
,,Undanfarið höfum við haft smá áhyggjur af því hvort Tómas Ingi fái nóg að borða.“
Hafið þið séð barnið? ég held að það sé vel haldið.
Hvernig er með Önnu Laufey er hún stærst í sínum bekk eins og frænkan var?
Anna er stærsta stelpan, en það er einn strákur í sama stærðarflokki. Það er rétt að Tómas stækkar.
Ég vara stórlega við þessu! Við gripum til þessa á svipuðum tíma og nú er ekki aftur snúið. Ég hef ekki við að skófla í drenginn. Hættið áður en það er of seint og drengurinn verður átvagl!
Gaman að sjá og heyra að Tómas Ingi dafnar.
Anna Laufey getur alltaf leitað ráða hjá frænkunni um hvernig er að vera stærst og hvernig er best að tækla það, annars er þetta nú landið til að búa í ef drengurinn verður átvagl. Hlýtur að vera afar kostnaðarsamt hér á klakanum að halda uppí slíkum verum
Það er gott að gamla frænkan hefur „háar“ hugmyndir um sjálfa sig, en ég mæli ekki með því að hún fái að sjá of mikið um uppeldið.
Annars held ég að það sé allt í lagi að moka aðeins í þessa unga, ef ekki þá enda þeir eins og þessi sem horfir á mig bláum „bamba“ augum og skilur ekkert í því af hverju hann má ekki borða pappakassa. Enda átvagl mikið, en það fylgir kannski nafninu-hhhmmm.