Leikþáttur um hringrás vatns

1360

Fyrstu bekkirnir í Cassingham settu á föstudaginn upp leikþátt um hringrás vatns í leikhúsi skólans (leitað er að styrktaraðila, sem fær að setja nafnið sitt á leikhúsið). Ég tók nokkrar myndir, en Anna Laufey lék sólina í verkinu. Í dag, mánudag, var síðan frí í skólanum, enda Forsetadagur. Ég, Tómas Ingi og Anna Laufey ákváðum því að skreppa í dýragarðinn og notfæra okkur félagsaðild okkar. Það var fátt í garðinum þrátt fyrir frídaginn, enda lítið af dýrum úti við.

Myndir af leikriti og dýragarðsheimsókn.

2 thoughts on “Leikþáttur um hringrás vatns”

  1. Vissuð þið að dýrin í húsdýragarðinum fá sumarfrí

    ,,Stefnt er að því að þau dýr sem að á annað borð eiga heimangengt fái a.m.k. jafnlangt sumarfrí og starfsmenn.“ (www.mu.is/gardurinn/sagan/)

    Þessu komst ég að í dag og fannst afar merkilegt.

  2. Gaman, gaman að sjá að Anna Laufey er virk í því sem gert er í skólanum.

    En hvað eru eiginlega búnir að vera margir frídagar í skólanum síðan um áramót?

    Kveðja

    Anna amma

Lokað er á athugasemdir.