1484
Nú hefur mér loksins tekist að gera myndakerfið þannig úr garði að það haldi utan um myndskeið. Næstu verkefni felast í því að hafa smámynd með hverju myndskeiði og finna út á hvaða formi er hentugast að hafa þau á vefnum. Fyrst í stað eru þau því flest á WindowsMediaVideo. Ef myndskeiðin virka ekki í mac, þarf að sækja Flip4Mac hér.
Þangað til þessi vandamál eru leyst birtist meðfylgjandi tákn í stað smámyndar. Ef smellt er á táknið spilast meðfylgjandi myndskeið.
Gaman að fá að sjá þessi myndskeið!!! Við Kristrún erum búin að horfa á þau í ófá skiptin(en það er víst Kristrún sem stjórnar því, hehe).