Önnu Laufeyju var í dag boðið í afmæli til Ryan M en hann er bekkjarfélagi hennar í Cassingham. Afmælið var haldið hjá United Skates sem er hjólaskautahöll hér í nágrenninu. Anna hefur ekki áður farið á skauta, en hæfileikar föður hennar á því sviði virðast hafa erfst. Eftir tæpa klukkustund var Anna komin á fleygiferð á hjólaskautunum og var næstum ófáanleg heim þegar partíinu lauk.