Skólinn gengur vel

Nú er vorfríið (e. Spring Break) byrjað hjá Jennýju og Önnu Laufeyju. Til að halda upp á það fóru þær mæðgur í GAP kids í Easton og keyptu föt á Önnu Laufeyju. Skólinn hjá Önnu Laufeyju gengur mjög vel, hún virðist skilja meira en hún vill vera að láta. Eins virðist Jenný skilja flest sem fer fram í skólanum hennar, en hún kláraði fyrsta misserið nú í vikunni. Hún er búin að fá einkunn fyrir bæði námskeiðin, en það liðu rétt um 21 tími frá því að próf voru tekin þar til einkunn var komin á netið (ekki 21 dagur eins og í sumum öðrum skólum). Í öðru námskeiðinu fékk hún einkunnina A- á kvarðanum A til E, í hinu námskeiðinu fékk hún einungis A, engan mínus. Eftir fyrsta misserið er hún með GPA 3,87 sem verður að teljast mjög ásættanlegt.

4 thoughts on “Skólinn gengur vel”

  1. Til hamingju með fyrstu einkunnirnar, nú fer líka að styttast í að frændurnir komi í heimsókn.
    Getið þið ekki verslað smá á mig í leiðinni í Banana Republic og sent heim.
    Vonda frænkan

  2. Til lukku með þetta. Ég hefði alveg verið til í að kíkja aðeins í Gap með ykkur 🙂

    Kveðja Drífa

  3. Æðislegt, til hamingju með þetta allt saman. Alltaf hægt að gott að versla, hressir mann og kætir bæði er á móti blæs og vel gengur.
    Kveðja
    „gamla“ frænkan

  4. Sæl öll sömul. Síðbúnar afmæliskveðjur frá okkur í Klapparstígnm. Ég prentaði út lýsinguna á skólagöngu Önnu Laufeyjar og fínhreyfingaþjálfun foreldranna og fór með í skólann. Menn Jesúsuðu sig og vilja fá að vita hvenær skóli og lestrarkennsla hefst þar vestra.
    þetta er fjórða tilraun. Bestu kveðjur, langamma.

Lokað er á athugasemdir.