Þar sem Jenný er komin með kennitölu ákváðum við í síðustu viku að færa símana okkar í áskrift enda er mjög dýrt að vera með frelsisáskriftina sem við höfum hjá Cingular.
Ég fór því á sunnudagskvöld á vefsíðu Cingular og pantaði nýja áskrift og fékk kvittun um hæl, þar sem var sagt að ég ætti von á nýjum símum og korti eftir 1-2 daga.
Í dag fékk ég síðan auglýsingabréf frá Cingular þar sem stóð: „Þú getur fengið frelsisáskrift“. Ekkert í bréfinu benti til að það væri viðbrögð við pöntun okkar sem við höfðum ekki fengið afgreidda, en þar sem ég er varkár maður, ákvað ég að athuga málið. Ég hringdi í Cingular og fékk maskínu sem eftir nokkurt strögl sem tilkynnti vélrænni röddu: Your order has been cancelled. Ég beið að sjálfsögðu eftir skýringu, en þá kom röddin aftur og sagði það sama. Ég lagði því á og hringdi aftur í fyrirtækið og núna tókst mér að komast í tengsl við manneskju sem sagði mér að vegna lélegrar fjármálasögu Jennýjar hér í BNA, gætum við ekki fengið áskrift nema gegn $1000 tryggingargreiðslu. Ég nennti ekki að tala við hana frekar og sagði að ég gerði ekki ráð fyrir frekari viðskiptum við fyrirtækið. Cingular er stærsta farsímafyrirtækið í BNA og stærðin er slík að ef þeir ráða ekki við að tilkynna ef þeir ákveða að afgreiða ekki pöntun á þjónustu. Ég er hundfúll og vonandi að einhverjir aðrir sjái hag sín í viðskiptum við okkur hjónin.
2 thoughts on “Dónaskapur”
Lokað er á athugasemdir.
Velkomin til BA. Thetta er thad sem eg er buin ad thurfa ad eiga vid sidan eg flutti ut. Thad er nokkud sama hvada simafyrirtaeki thid munid fara til! Eg gaeti gefid nokkur rad … t.a.m. komid ykkur upp hid allra fyrsta bankareikning og kreditkorti thar sem lagt er til hlidar upphaed i eitt ar og thad mun byggja upp „kredit history“. Thid getid lika lagt inn upphaed hja simafyrirtaeki i eitt ar, thad hjalapar til. Eg er med Altel og eg thurfti fyrst ad leggja inn $500 fyrir minn sima, og svo 10 manudum seinna adra $500 fyrir sima eiginmannsins. Sama er med rafmagnsreikninginn etc. Thetta er algjort helviti en um leid og thid erud buin ad byggja upp kredit fara allskonar tilbod ad streyma inn um luuna! Eg thurfti ad Op-ta ut til thess ad fa ekki fleiri kreditkort tilbod, buin ad fa ca 4 a dag sidustu manudi.
Sigrun
Já Sigrún, við komumst að því að önnur fyrirtæki vilja heldur ekkert bjóða okkur, nema einmitt að við leggjum inn $500. Það er bara slatti mikill peningur svo við ákváðum að halda okkur við frelsis áskriftina enn um sinn og reyna að fara að byggja upp ‘kredit history’