Samferða

Rétt í þessu var Anna Laufey að fara með hinum krökkunum hér í Trinity Lutheran Apartments og Dr. Karanja í skólann. En frá og með deginum í dag tökum við þátt í Carpooling með hinum foreldrunum hér á campus. Reyndar er aðeins keyrt í skólann, en stefnan er að ganga úr skólanum með hópinn. Vegna þess að við erum ekki á mini-van höfum við það hlutverk að sækja börnin tvisvar í viku, en minivan-fólkið sér um að koma börnunum í skólann.

One thought on “Samferða”

  1. Þið eruð aldeilis dottin í menninguna, er ekki næsta skref að koma sér í minivan-hópinn?

    Annars olli Anna Laufey usla hér á heimilinu á laugardagskvöldið. Um það leyti sem Kristrún Lilja var að bjóða góða nótt sá hún Önnu Laufeyju „sína“ í sjónvarpinu í „Það var lagið“. Þá varð hún hin hressasta og stóð límd við skjáinn og beið eftir því að sjá Önnu bregða fyrir af og til, kallinn sem skyggði yfirleitt á hana var ekki vinsæll. Því var ekki farið að sofa snemma það kvöldið(o:

    Bestu kveðjur til allra,
    Bryndís Erla.

Lokað er á athugasemdir.