Í byrjun síðustu viku kom heim með Önnu, heimaverkefni sem byggði á að þjálfa notkun á stuttu a-i (e. short a). Hugtak sem ég vissi ekki að væri til. Með verkefninu fylgdu upplýsingar um að í lok vikunnar yrði síðan stafsetningarpróf, þar sem notkun á stuttu a-i yrði prófuð.
Ég veit sem er að Anna Laufey á ekki í miklum vandræðum með stærðfræði, tónlist, íþróttir og myndmennt í skólanum – enda fremur alþjóðlegar greinar. Hins vegar fannst mér svolítið ógnvænlegt að hún þyrfti að taka stafsetningarpróf á tungumáli sem hún skilur ekki til fulls og foreldrar hennar þurfa að skrifa með aðstoð Microsoft-spellchecking búnaðar. Ég ákvað að láta sem ekkert væri, reyndi að hjálpa henni við verkefnið og til að tryggja að heimaverkefnið væri rétt gert og stafsett kenndi Jenný, Önnu að fletta upp í Ensk-íslensku orðabókinni (þessari stóru). Anna leysti síðan heimaverkefnið að mestu leiti.
Stafsetningarprófið var síðan í skólanum á föstudaginn og í gær kom Anna heim með einkunnina í prófinu 13/14 rétt – og umsögn frá Chunky Monkey „You’re a champ!“
Ég held að þetta sé örugglega fyrsta prófið sem Anna tekur á sínum skólaferli. Líklega ekki þó það síðasta.
Váá til hamingju með það. Mér finnst reyndar flott að hún taki þátt í öllu, sé ekkert sleppt úr, þó það sé örugglega erfitt, því þannig rennur hún örugglega best inn í hópinn.
Fólkið sem býr fyrir ofan Frk. Lú er víst að flytja til Ohio, einhver læknahjón veit samt ekki nákvæmlega hvert.
Ég er alls ekkert undrandi á þessum hæfileika nöfnu minnar í stafsetningu og þá hefur hún að sjálfsögðu frá mér!
Flott hjá þér Anna Laufey mín!
Ef Jenný Karlsdóttir hefur rétt fyrir sér, þá hefur hún Anna Laufey stafsetningarhæfileika foreldra sinna. Alla vega hafa foreldrarnir þá ekki. 🙂
Hef alltaf vitað að Anna Laufey er mjög hæfileikarík og dugleg enda verið mikið á því mikla menningarheimili sem amma hennar og afi reka á Hrísateig. Hún hefur þroskast mikið af að umgangast heimilisfólkið þar,það er góðu frænkuna og góðu frændurna að ógleymdum Evu og Tinnu.Bið að heilsa öllum.