Dagurinn í gær var skemmtilegur og viðburðaríkur, við fórum í gær í mat til Jason ásamt Violeta, en hún vann með Jennýju á raunvísindastofnun HÍ og er dósent í stærðfræðiskor á Íslandi. Þar fengum við grilluð svínarif og stórkostlegt meðlæti og áttum góða stund. Að loknum matnum og rólegheitum hjá Jason. Þar sem von var á Braga og Baldri um kvöldið gerðum við ráð fyrir að stoppa þar fremur stutt, en þar sem vélinni seinkaði stöldruðum við lengur en ella. Við héldum frá Jason um kl. 22:00 og þegar við komum heim var Anna Laufey sofnuð en Tómas hins vegar hress og kátur. Við fylgdumst síðan með fréttum af fluginu og ég hélt síðan út á völl um miðnætti til að sækja strákana. Þeir komu kátir úr vélinni rétt um 12:40 rétt 100 mínútum á efitr áætlun. Við vorum komnir heim um kl. 1:20.