Flugvélaframleiðendur, gamlir menn og Tumi

1712

Ég og Tómas fórum með Tuma í Flugsafn bandaríska flughersins í Dayton í gær. En þangað eru sendar eintök af öllum flugvélum sem flugherinn notar. Á safninu eru um 300 vélar og flugskeyti til sýnis. Það virðist vera ljóst þegar gengið er um safnið að Kóreustríðið virðist hafa verið gósentíð flugvélagerðarmanna, en óhemjufjöldi mismunandi véla frá þeim tíma var á safninu. Af nýrri vélum má nefna eintak af ósýnilegu sprengjuvélinni B2 sem notuð hefur verið á Balkanskaga og í miðausturlöndum á síðustu árum.
Meðan við dvöldum á safninu í gær, var mótttaka til heiðurs þeim Doolittle-mönnum, en það er hópur sprengjuflugmanna sem réðust af ákefð á Tokyo 19. apríl, 1942 til að hefna fyrir Pearl Harbour (hægt að sjá söguna um þá í mynd S. Spielberg). Þetta var í 64 skiptið sem félagarnir hittust og eitthvað byrjað að kvarnast úr hópnum og nokkur hluti þeirra í hjólastólum.
Við dvöldum um fjórar klukkustundir á safninu en náðum ekki að sjá allt, enda um gífurlega víðfermt safn að ræða. Eina vél sáum við t.d. sem var staðsett á Íslandi á 7. áratugnum. Eftir þessa heimsókn héldum við síðan á ný til Columbus.
Í dag fórum við Tómas með Tuma í Easton Town Center áður en við komum honum í flug til Baltimore núna seinni partinn.