Vísindakonan

1728

Tumi gaf Önnu Laufeyju, þegar hann kom í heimsókn, lítið vísinda-„kit“ með rafmagnsvírum, rafhlöðu-orkugjafa, ljósdíóðum og hljóðgjafa. Anna Laufey gerði nokkrar tilraunir í kvöld, m.a. setti hún saman þjófavarnarkerfi og læddi undir útidyramottuna þegar ég fór út með ruslið. Þegar ég svo kom inn og steig á mottuna byrjaði að ýla.

2 thoughts on “Vísindakonan”

  1. Ég var að pæla hvort hún gæti ekki sett upp kerfi í kjallarann hjá okkur í haust, þá getum við sparað okkur Securitas, við myndum borga henni svona 250 krónur fyrir ómakið.
    Góð myndin af TI í geimbúningnum.

  2. Þetta líst mér vel á Anna Laufey. Ég hugsa að afi vilji fá þig í vinnu hjá RTS þegar þú verður stór!

    Svo verður gott að hafa þig til að kenna sér á öll rafmagstækin og takkana sem amma er svo mikill klaufi með!

Lokað er á athugasemdir.