Aftur til BNA

Ég gekk frá bókun með Icelandair í gær fyrir fjölskylduna frá Íslandi 10. ágúst og keypti á sama tíma miða til Íslands á ný sunnudaginn 17. desember, þar sem það var 100.210 krónum dýrara að kaupa einungis miða aðra leiðina fyrir okkur fjölskylduna. Ég efast hins vegar um að desembermiðinn verði nýttur.
Nú er hins vegar endanlega frágengið að við fljúgum til Íslands 28. júní og til baka 10. ágúst.

One thought on “Aftur til BNA”

  1. Hlakka mikið til þess að hitta ykkur,vona að þið getið verið hér, að minnsta kosti á meðan ég er úti í Svíþjóð. Lítið notað herbergi og svo sjónvarpsherbergið.

    kveðja

Lokað er á athugasemdir.