Meðan við áttum heima í Stóragerðinu á 4. hæð, verður að segjast eins og er að Anna Laufey fór ekki oft út að leika. Garðurinn við blokkina var fremur opin, á aðra hliðina var Háaleitisbrautin og hina Stóragerði. Þá var ekki mikið annað að fara nema með foreldrunum. Ég átti ekki von á miklum breytingum hér í BNA, enda hélt ég að 7 ára börn, færu einfaldlega ekki ein út hér í landi.
Raunin er hins vegar önnur. Trinity Lutheran íbúðirnar mynda hring um skemmtilegt leiksvæði með klifurkastala, rólum, sandkassa, grassvæði og borðum. Þangað heldur Anna Laufey á því sem næst hverjum degi og leikur klukkustundum saman við hina krakkana í íbúðunum. Stöðugt eru einhverjir leikir í gangi, þau spila knattspyrnu, æfa sig í að kasta amerískum fótbolta, eru í eltingaleikjum eða hverju öðru sem einhverjum dettur í hug. Fyrir okkur foreldrana er sérstaklega gleðilegt hvað Anna Laufey er orðin örugg í samskiptum við hina krakkana þrátt fyrir aðeins fjögurra mánaða enskunotkun. Þá er ekki síður gaman að hópurinn sem leikur sér í garðinum er á öllum aldri en það virðist ekki breyta neinu, allir eru með.
One thought on “Út að leika”
Lokað er á athugasemdir.
Gaman að heyra hvað hún hefur eignast marga nýja vini .
Kveðja Frá Elísabet og Hildi í 1-g Hvassaleitisskóla.