Lasin(n)

Nú er Tómas Ingi lasinn í fyrsta skipti. Undanfarna daga hefur hann prófað að skríða upp stigann í íbúðinni án leyfis, náð nokkurri leikni í að standa við borð og taka það sem á borðinu er og eins er hann orðinn mun ákveðnari en áður þegar kemur að því að gera það sem er bannað, borða blöð og þess háttar. En í dag er hann samt mest lasinn, með hósta og mikið hor. Mig rekur ekki minni til þess að Tómas hafi veikst áður, en einhvern tímann er allt fyrst.
Annars er mamma hans lasin líka. Þó hún hafi reyndar farið í skólann í morgun til að taka próf.

2 thoughts on “Lasin(n)”

  1. Er þetta eitthvað sem smitast yfir hafið? Frænkan líka búin að vera veik. Hvernig gengur Frk. Önnu á nýja hjólinu sínu, fáum við að sjá myndir?

  2. Hann er reyndar orðinn hress og varð ekki mjög slappur. En það er stefnt á svakahjólatúr hjá mér og Önnu á morgun eftir skóla ef veður leyfir. Kannski verður myndavélin með.

Lokað er á athugasemdir.