Fremur skemmtilegt orðalagið í frétt Morgunblaðsins á morgun um Whole Foods Market. Hins vegar er óvíst hvort átt sé við að skyrið seljist vel eða illa. Þannig tók ég eftir að Búrinn og Höfðinginn höfðu runnið út í ostaborðinu í búðinni upp í Dublin, þegar ég fór þangað um daginn. Um leið hefur skyrið stundum selst upp, sér í lagi þegar ég hef átt leið um búðina.
Það eru miklar gleðifregnir í Morgunblaðinu að jarðaberjaskyrið verði í boði á næstunni og ekki er síður stórkostlegt að von sé á íslensku súkkulaði.