1391
Ég, Tómas og Anna fórum í leiðangur í gær, keyptum gjöf fyrir Jennýju í tilefni mæðradagsins og kíktum í dýragarðinn, enda hefur Anna Laufey mikið talað um bláa froskinn sem hún sá með skólanum, þegar þau fóru þangað fyrir nokkru.
Skv. veðurspánni átti að vera rigning en þar sem ekkert hafði bólað á vatninu um kl. 13:30 og við höfðum lokið við að kaupa gjöf, ákváðum við að fara í garðinn. Við gáfum okkur tíma til að fara í lestarferð um N-Ameríkusvæðið, sáum brúnbirni að leik og margt fleira skemmtilegt. Þegar svo klukkan varð rétt um 16:00 skall á algjör hellidemba, Við rétt komumst inn í skriðdýrahúsið, en Tómas greyið blotnaði á höndum og fótum. Þaðan náðum við að komast á veitingastað dýragarðsins þar sem Tómas fékk að borða blautur og hrakinn. Ekki hætti að rigna og notuðum við tækifærið, þegar okkur sýndist droparnir minnka, til að hlaupa á milli húsa og komumst loks að bílnum. Anna sá síðan um að nudda hita í tærnar og fingurna á Tómasi meðan við keyrðum sem leið lá heim, með viðkomu í Whole Foods Market til að kaupa brauð og McDonalds til að kaupa mat.
E.s. það er rétt að halda því til haga að á leið okkar úr garðinum, flúðum við undan rigningunni í Aquarium-húsið og sáum þar umræddan bláan frosk.