Bílpróf

Tók loksins skriflegt bílpróf í dag og hef nú ökuskírteini til æfingaaksturs í Ohio. Þegar ég fékk skírteinið sagði konan mér að ég hefði heimild til að aka bifreið ef ég hefði farþega eldri en 21 árs með fullgilt ökuskírteini. Af þeim sökum hyggst ég ekki flagga Ohio-skírteininu mínu enda minnkar það réttindi mín til aksturs. Annars er verklega prófið á þriðjudaginn kl 8:00. Ég þarf að taka það á mínum eigin bíl svo ég sé fram á að þurfa að keyra á prófstað til að taka ökuprófið, sem er auðvitað svolítið kómískt.

Annars var skriflega prófið áhugavert, það var 40 spurningar og nauðsynlegt að fá alla vega 30 rétt svör. Prófið er tekið á tölvu og ein spurning birt í einu. Þegar ég hafði svarað spurningu 31, kom á skjáinn „You have passed“ og ég fékk ekki að reyna við síðustu 9 spurningarnar.