1793
Í dag var garðdagur hér í íbúðunum við Trinity Lutheran Seminary. Fjölskyldur söfnuðust saman um kl. 17 og hófu að gróðursetja blóm í stórum stíl framan við íbúðirnar. Að því loknu safnaðist fólk við grillin hér í garðinum og hver grillaði sína steik og borðuðu saman við útiborðin. Skipulagið var ekki mikið en allir fengu að vera með.
Þegar við loks fórum inn kl. 20:00 var Tómas orðin svo þreyttur að hann sofnaði í TripTrap stólnum. Með því að smella á myndina með fréttinni má sjá nokkrar garðvinnumyndir.