Skólinn minn komst í kvöldfréttirnar nú rétt í þessu. En glæpamaður náðist á öryggismyndavél þar sem hann var að reyna að ræna sjálfsala í húsnæði skólans. Ekki kom fram í fréttinni hvort ránið hefði tekist og hversu mörgum gosdósum eða samlokum manngreyið náði. Ég er ekki viss um að sjálfsalarán í íslenskum háskóla kæmist í kvöldfréttirnar.
E.s. Myndirnar úr öryggismyndavélinni voru sýndar í fréttunum. Þetta var ekki sami stórglæpamaðurinn og reyndi að nappa hjólinu okkar í vikunni.