Ég fékk langtímaökuskírteini hjá BMV hér í Ohio í dag. Ég var mættur í verklega hluta ökuprófsins um kl. 8:00 í morgun og það var pínu kómískt að mæta þangað akandi.
Það telst vera fall að fá 26 refsistig á þeim 12 mínútum sem prófið tekur, en mér tókst ekki að fá nema 9. Þegar svo ég átti að fá skírteinið kom í ljós að ég var tvískráður í kerfið og það þurfti að samkeyra ökuferlana mína, sem hvor um sig var rétt rúmlega viku langur. Samkeyrslunni var síðan lokið seinnipartinn og ég fékk skírteinið í hendurnar nú um kl. 15:30.