Minningardags-helgi

Nú er þriggja daga helgi hér í Ameríku.  Mánudagurinn er frídagur, „Memorial Day“ en þá minnast Bandaríkjamenn falinna hermanna.  Þessi helgi er mikil ferðalaga helgi, en nú er því spáð að fólk fari styttra en venjulega sökum hás bensínverðs.  (Hér kostar gallonið um 2.70 dollara sem samsvarar um 50 kr á lítrann.)

Í fyrra vildi svo til að við Elli vorum stödd í höfuðborginni sjálfri, Washington DC., á sunnudeginum á minningardags-helginni.  Það var mjög skemmtileg upplifun þó við höfum aðeins stoppað þar í um 4 tíma.  Við skoðuðum m.a. minnismerki um Lincoln, Kóreu stríðið og Víetnam stríðið.  Veðrið var frábært og borgin var full af fólki.

Í þetta sinn héldum við okkur þó bara heima.  Ég ákvað að taka mér frí frá skólanum í dag og slappa af og reyna að hlaða batteríin fyrir síðustu lotuna í skólanum.  Elli eldaði íslenska ýsu í rjómasósu og við fórum í ísbíltúr efir matinn.