Þegar ég hugðist svæfa Önnu Laufeyju í gær,sýndi hún mér undir koddann sinn, þar var ekkert. Hún leit á mig og sagði að þetta hefði verið svona í tvo daga, lyfti upp lítilli tönn og sagði mér að ef ekkert gerðist í nótt myndi hún hætta að trúa á The Tooth Fairy hér í BNA. Ég svo sem skyldi hana vel, trú er ekki mikils virði ef hún stenst ekki væntingar. Ég ræddi við hana um hvort ég ætti að reyna að tilkynna heimilisfangaskipti til Tooth Fairy skrifstofunnar en hún gaf ekki mikið út á það, en ítrekaði að ef ekki yrði peningur í stað tannar á morgun ætlaði hún að hætta að trúa á hin margumrædda Tooth Fairy.
Ég vaknaði síðan í morgun við orðin one dollar, I have one dollar.
Sagan er einnig birt á Annál Ella.
Mér þykir tannálfurinn nískur