Í næstu viku er síðasta vikan í skólunum hjá Jennýju og Önnu Laufeyju. Jenný er í prófum á mánudag kl. 7:30 og miðvikudag seinnipartinn. Síðan á hún að skila lokaverkefni í umhverfistölfræði á þriðjudaginn. En hún er ekki ein um að eiga að skila lokaverkefni í umhverfisfræðum á þriðjudaginn.
Á þriðjudaginn á nefnilega Anna að skila lokaverkefni sínu í fyrsta bekk í Cassingham Elementary. Verkefnið felst í gerð veggspjalds um kengúrur. Anna vann í skólanum með Clöru (5. Grade budy) grunnblað með upplýsingum um hringrás lífs (life cycle) kengúra þar sem þær notuðust m.a. við google.com til að finna myndir. Núna í morgun hefur síðan Anna haldið áfram gagnaleit á google og hefur skoðað mismunandi tegundir kengúra og velt fyrir sér ýmsu í því sambandi. Eftir hádegi í dag stefnum við feðgin í dýragarðinn og munum þar mynda Önnu með kengúrum og sjá hvort við lærum meira um þessi merkilegu dýr.
Eins og fagmanneskju sæmir notast Anna við iBook-in og er því þessi færsla unnin á PC-vélina.