Jibbi jei! Prófin búin og TA skyldum lokið. Gekk bara vel í prófinu í dag. Er alveg úrvinda, sit bara með Carlsberg í hönd og horfi á Mr. Big og Carrie í fyrstu Sex and the City seríunni. Sex and the city er sýnt á hverjum kvöldi hér, eins og Friends og fleiri góðar seríur. Reyndar virðist þáttaröðinin vera ritskoðuð, mér finnst sum tilsvör og stundum hluta úr senum vanta. Ég er að vísu ekki alveg jafn mikill sérfræðingur í þessu og sumir aðrir ;-).
Dæmi: I fyrsta þættinum þegar Carrie spyr Mr. Big „Have you ever been in love?“ þá minnti mig að hann segði „Abso-focking-lutely“, en ekki bara „Absolutely“. Getur einhver (les: frænkan) staðfest þetta?
Jújú Herra Stór segir absofuckinglutely í þessu lokaatriði þáttarins, segir það nokkrum sinnum í gegnum þáttaraðirnar. En það er náttúrulega algerlega óviðeigandi orðalag þarna í miðríkjunum.
Varðandi ritskoðunina þá vorum við að skipta á milli stöðva í gærkvöldi um kl. 23 og bíómyndin Showgirls kom upp á skjáinn, þar sem berbrjósta konur eru að dansa á sviði. Í sjónvarpinu okkar var búið að teikna brjósthaldara á alla dansarana í tölvu, svo enginn þyrfti að verða fyrir áfalli.