Nú styttist í ferðalag hjá okkur. En við hyggjumst leggja af stað sem leið liggur til Buffalo, NY á fimmtudaginn. Þar munum við fara yfir landamærin til Kanada, skoða Niagara fossana og gista eina nótt á Brock Plaza Hotel, rétt við fossana.
Þaðan höldum við svo sem leið liggur um það sem kallað er Upstate New York í átt til Boston. Gisting er ófrágengin á þeirri leið, en við gerum ráð fyrir að hvílast á vegamótelum á leiðinni.
Við munum koma við í Springfield, MA og skoða Dr. Seuss safn áður en við höldum til Boston þar sem við gistum á Raddison Boston Hotel dagana 18.-20. júní.
Frá Boston förum við út á Cape Cod og gistum þar í Hyannis í næsta nágrenni við sumaraðsetur Kennedy-fjölskyldunnar. Vegamótelið þar heitir Best Value Inn og er víst ekki jafn fínt og Raddison. Við verðum þar í þrjár nætur, 20.-23. júní.
Áfram höldum við í gegnum Rode Island, Conneticut og New York yfir til New Jersey, á þeirri leið treystum við einnig á vegamótel.
Í New Jersey er ætlunin að koma við í Six Flags Great Adventure skemmtigörðunum. Við erum búin að bóka gistingu á Best Western Leisure Inn í Lakewood (e. Vatnaskógi) frá 25.-27. júní. Loks höldum við þaðan til Baltimore, leggjum bílnum og gistum frá 27.-28. júní á Best Western BWI Airport.
Flugið til Íslands er síðan að kvöldi 28. júní.
Við mætum síðan aftur til BNA þann 10. ágúst. Gistum á Best Western BWI Airport, skoðum e.t.v. Washington á einum degi eða tveimur, keyrum sem leið liggur til Pittsburg, stoppum þar á söfnum, e.t.v. IKEA og gistum væntanlega áður en komið verður á ný til Bexley eftir nærri tveggja mánaða ferðalag og nokkrum krónum fátækari.
Ferðaáætlun getur breyst án fyrirvara. En ætlunin er að sögur úr ferðinni verði birtar reglulega hér á vefnum.
Mig langar með á Dr. Seuss safnið.