Hjólað á Vísindasafnið

Ég og Anna Laufey hjóluðum sem leið lá eftir Broad Street og á Vísindasafnið hér í Columbus (COSI). Við ætluðum upphaflega að fara í Franklin Conservatory og skoða fiðrildasýningu sem Anna hafði farið á með skólanum, en þar er lokað á mánudögum.
Þar sem við sáum glitta í húsin í miðbænum, ákvað ég að bjóða upp á hjólatúr á vísindasafnið til að skoða nýju STAR WARS sýninguna sem var opnuð 3. júní.
Það kom mér og reyndar Önnu líka hvað það reyndist auðvelt að hjóla niður í bæ. Allt slétt og hægt að hjóla á gangstéttum alla leið. Við vorum réttar 45 mínútur að fara niður í bæinn og á safnið og dvöldum þar í næstum 3 klst. Sáum STAR WARS dót, fengum okkur að borða og mættum í kennslufyrirlestur í léttum dúr um flugeldagerð, þar sem 2l Pepsi flaska var sprengd í loft upp, kveikt var í margskonar efnum og loks kveikt í blöðrum sem höfðu verið fylltar af vetni, með tilheyrandi eldhnöttum (allt innanhús).