Disney-væðing barnaherbergjanna

1999Önnu Laufeyju hefur lengi langað til að eiga prinsessu herbergi. Þegar við fluttum í Stóragerðið á sínum tíma skreyttum við herbergið hennar með Bangsimon borða, en það var nú frekar eftir óskum móðurinnar en hennar sjálfrar. Ekki leið á löngu þar til Anna Laufey lýsti því yfir að hún vildi Barbie herbergi eða Prinsessu herbergi. Og eftir að við komum til Ameríku hafa Disney prinsessurnar verið í miklu uppáhaldi.

Eftir að prófin kláruðust hjá mér ákváðum við að slá til og setja allskyns bleikt prinsessu skraut í herbergið hennar. Við fórum kannski aðeins yfir strikið en prinsessan okkar er ánægð með árangurinn. Í sömu aðgerð voru settar upp Bangsimon myndir yfir rúmið hans Tómasar Inga. Hann verður víst að sætta sig við Bangsimon áráttu móður sinnar enn um sinn.