Nú erum við loksins komin heim eftir nærri tveggja mánaða ferðalag með viðkomu í Lakewood í New Jersey og Vatnaskógi í Svínadal svo tveir ólíkir viðkomustaðir séu nefndir.
Við ókum í dag sem leið lá frá Best Western hótelinu við Baltimore flugvöll og til Columbus, leið okkar lá um fjögur ríki, Maryland, West Virginia (tvívegis), Pensylvania og Ohio. Við keyrðum því sem næst stanslaust, stoppuðum reyndar á McDonalds í Cumberland, MD, þar sem afgreiðslustúlkan missti sig alveg þegar ég bað um McFlurry, bað mig að endurtaka pöntunina fyrir annan starfsmann og tilkynnti mér svo að þetta væri „cutest“ framburður á McFlurry sem hún hefði um ævina heyrt og hló mikið af enskuframburði mínum.
Eftir þessa merkilegu þjónustu ókum við áfram og stöðvuðum tvívegis mjög stutt á hvíldarsvæðum við I-70 til að skiptast á að keyra. Við komum á Columbussvæðið um kl. 17 að staðartíma, borðuðum á TGI Fridays og vorum komin heim rétt um kl. 18.
Nú er allt út um allt í íbúðinni og Jenný farin út í Kroger til að fylla á ísskápinn, enda ekki mikið til.
Alls ókum við 430 mílur í dag.