Eplakaka

Stórtíðindi héðan frá Aðalstræti í Kólumbus: Kitchen Aid hrærivélin var notuð í fyrsta sinn. Ég keypti þessa vél í vorfríinu í mars og hafði auðvitað stórar hugmyndir um notagildi. Svo byrjaði önnur önn og hrærivélin fékk að dúsa í óopnuðum kassanum.
Í dag tók ég mér frí frá próflestri og gerði marsipan-epla köku úr uppáhalds uppskriftabókinni minni „Af bestu lyst“. Ég keypti í kökuna í matvörubúðinni á horninu, en leist nú ekki á blikuna þegar enginn starfsmaður kannaðist vil hugtakið „marzipan“. Það endaði með því að Elli fann uppskriftir að möndlumassa á netinu og fór aftur út í búð eftir möndlum. Ég notaði svo bæði litla hakkarann minn og töfrasprotann (góður dagur fyrir eldhústækin!) til að mala möndlurnar og blandaði með sykri og sírópi. Kakan bragðaðist bara mjög vel og ég ligg nú á meltunni.

4 thoughts on “Eplakaka”

  1. Það hlýtur nú að vera til marsípan í henni ameríkunni eins og vöruúrvalið er. Ég elska Kitchen Aid vélina okkar, hún er töluvert notuð hér á bæ.

  2. Jú, það er örugglega til, ef ekki í þessari búð þá í einhverri annarri. Vandamálið með mikið vöruúrval og stórar búðir er að það er oft erfitt að finna hluti, og ég nennti ekki að eyða klukkutímum í að fara í aðrar búðir.

  3. Nú er spurningin: Hvernig stenst Kitchen Aid samanburðinn við Electrolux??? 😉

    (Já! Ég vinn við að selja þessi tæki!!)

  4. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um það. Ekki viss um að tíðni hrærivélanotkunar bjóði uppá slíkan samanburð 🙂 Annars er KichenAid vélin aðeins minni og því fyrirferðarminni og ósköp sæt svona hvít á litinn. En ég veit ekki hvernig það er að gera tvöfalda skúffuköku uppskrift í henni, Electrolúx vélin fór létt með það.

Lokað er á athugasemdir.