Ég og krakkarnir skruppum í gær í dýragarðinn eftir hádegi, enda opinber frídagur hér í BNA. Það verður að segja að sjaldan höfum við séð jafnmargt fólk í dýragarðinum og í gær. Það var þó ekki nóg til að hressa dýrin við, en bæði ljónin og tígrisdýrin lágu makindaleg í sólinni allan tímann sem við dvöldumst í garðinum og virtust ekki hafa mikinn áhuga á að ganga um.
Annars er það að frétta að ég er að byrja í skólanum í dag, en milli kl. 13:30-14:30 verður boðið upp á International Orientation þar sem farið verður yfir praktísk mál með öllum fimm erlendu stúdentunum í skólanum. Á morgun og fram á föstudag heldur svo Orientation áfram. Kennsla hefst síðan á mánudaginn. Á mánudaginn hefst einnig orientation eða aðlögun Tómasar við leikskólann uppi í OSU. Hún stendur í viku og Tómas byrjar síðan í leikskólanum mánudaginn 18. september, en þá verður drengurinn 364 daga gamall.
Anna er á fullu í skólanum sínum, hefur mjög gaman af öllu. Þó mest af „math“. Jenný reynir að læra eins og hún getur þangað til ég og Tómas byrjum í orientation, enda verður lítill tími aflögu fyrir hana þegar sú dagskrá hefst. Þ.e. frá morgundeginum og fram á 18. september.
One thought on “Dýragarður á Labor day og mikið framundan”
Lokað er á athugasemdir.
Var ekki hægt að pota með priki í ljónin til að fá þau til að lifna við. Tómas á örugglega eftir að blómstra í leikskólanum enda virðist hann afar duglegur og lætur ekki mikið á sig fá. Spurning um að fara að tengjast Skypeinu aftur við tækifæri.