Tómas á afmæli

Nú er allt í fullum gangi í Bexleybæ. Tómas byrjaði á leikskólanum í gær og grét þegar Jenný kom með hann og hljóp grátandi á móti henni þegar hún sótti hann. Hann grét nú víst ekki mikið þess á milli.Í dag hins vegar var annað upp á teningnum enda er drengurinn orðinn eins árs. Hann fór strax að leika sér þegar hann kom og enginn ásökunargrátur þegar mamman kom að sækja hann. Annars var dagurinn hans Tómasar indæll í dag. Hann kom heim með mömmu sinni um kl. 14:00, ég kom heim um kl. 14:45 og fór rakleitt að sækja Önnu. Við vorum síðan kominn heim rétt fyrir 16:00. Því næst opnuðum við pakkana, fengum köku og höfðum það náðugt. Um kl. 17 fór síðan fjölskyldan í Build A Bear Workshop og útbjuggum bangsa fyrir Tómas og er bangsinn skv. fæðingarvottorði fæddur 19. september 2006 og er því ári yngri en Tómas Ingi.Að þessu öllu loknu fórum við á Cheesecake Factory og borðuðum saman. Við pöntuðum af matseðli fyrir Tómas og er það í fyrsta skipti sem hann borðar ekki bara brauð og krukkumat á veitingahúsi. Við vorum komin heim um kl. 20, Tómas dauðþreyttur og sáttur.Hægt er að sjá myndir hér.

5 thoughts on “Tómas á afmæli”

  1. Til hamingju með þennan merkisdag í lífi Tómasar Inga!
    Af myndunum að dæma virðist hafa teygst ansi mikið úr drengnum síðan við sáum hann síðast.

    Knús og kossar,
    Bee og co.

  2. Til hamingju með árið. Hvað pantaði drengurinn sér á veitingahúsinu, koníakslegna humarhala og freyðivín?
    Frænkan

  3. elsku Tómas Ingi, til hamingju með daginn í gær, ég vona að þú hafir fengið góðan mat.
    Kveðja
    Alfa amma.

  4. Drengurinn fékk auðvitað hamborgara, enda erum við í Ameríku! Hann borðaði reyndar ekki mikið af honum, aðallega vegna þess að við fengum svo mikið brauð á meðan við biðum eftir matnum og Tómas gerði því góð skil.

  5. Hann virðist nú líka hafa gert súkkulaðikökunni góð skil. Mig er búið að langa í súkkulaðiköku síðan ég skoðaði myndirnar, kannski ég láti það eftir mér við tækifæri.

Lokað er á athugasemdir.