OSU komið af stað

Jæja, ég byrjaði í skólanum í gær. Ég er í þremur kúrsum. Í gær fór ég í líkindafræði, þar verður farið í stærðfræðilegan grunn líkindafræðinnar með mál-og tegurfræði. Mér sýnist (og vona) að þetta verði heldur skemmtilegra en Raunfallagreining II sem ég tók 1998 (kasólétt). En auðvelt verður það ekki.
Í gær var líka fyrsti tíminn í Bayes tölfræði. Þar veltum við fyrir okkur hvort niðurstöður rannsókna eigi einungis að byggja á fyrirliggjandi göggnum (klassísk tölfræði) eða hvort taka eigi með í reikninginn (og þá hvernig) „þekktar“ niðurstöður eða jafnvel fyrirfram gefið álit „sérfræðinga“ (Bayesísk tölfræði). Það verður spennandi að sjá hvort tekið verður á slíkum heimspekilegum vangaveltum eða hvort áherslan verður á tæknilega útfærslu Bayesískrar tölfræði.

Í dag fer ég svo í kúrs um línuleg líkön. Ég á þó ekki von á því að ég læri neitt fyrir þessa kúrsa fyrr en eftir 30. september. Þá er nefnilega stóra QI prófið mitt, sem er yfirlitspróf yfir efni fyrsta ársins. Ég þarf að ná a.m.k. 70% á prófinu til að mega halda áfram í PhD náminu. Þannig að það er best að fara að læra!

One thought on “OSU komið af stað”

  1. Gangi þér vel með námið og þú veist að þú getur alltaf leitað til mín ef þig vantar einhverja aðstoð með námsefnið.

Lokað er á athugasemdir.