Prófið yfirstaðið

Já, allt tekur einhverntíman enda. Ég er ósköp fegin að þetta er búið. Mér gekk að vísu ekki alveg jafnvel og ég vonaðist eftir. Ég lenti í tímahraki og allskyns ógöngum í nokkrum dæmum. Held þó ég eigi séns á að ná PhD stigi. Það eru semsagt þrír möguleikar, að ná Phd stigi (sem þarf til að halda áfram með Phd námið) eða MS stigi (þá getur maður bara tekið master) eða fall. Ef árangurinn er ekki eins og maður vonast eftir má endurtaka prófið einu sinni (í janúar), en ekki oftar. Við fáum niðurstöðurnar 12 október og ég bíð bara spennt þangað til. Ég verð reyndar í Boston með Drífu og Bryndísi þennan dag, svo kannski fæ ég ekkert að vita fyrr en eftir þá ferð.

Annað merkilegt við daginn í gær var að ég fór í annað sinn í partý með samnemendum mínum. Slík partý partý eru reyndar haldin reglulega en ég hef einhvernveginn ekki haft dug í mér að fara, of upptekin af fjölskyldulífinu. En eftir að börnin sofnuðu í gærkvöldi dreif ég mig af stað og skemmti mér bara vel. Flestir voru reyndar orðnir ansi drukknir þegar ég kom svo ég stoppaði stutt við. Nógu lengi samt til að heyra að flestir voru í sömu sporum og ég hvað prófið varðaði. Og ég sá OSU taka IOWA í bakaríið í háskólaboltanum – Go Bucks!