2511
Ég og Anna Laufey skruppum á Hausthátíð við Jeffrey Mansion í kvöld eftir að hún kom úr Superman-afmæli hjá Elijah sem býr hér á Campus. Það var búið að kveikja varðeld á lóðinni við setrið, töframaður sýndi listir sínar og boðið var upp á ferð í opinni kerru um norðurhluta Bexley svo sitthvað sé nefnt.
Anna skemmti sér hið besta, þrátt fyrir skítakulda og þá staðreynd að við vorum ekki klædd í samræmi við veður.